Síðasta sumar var reist nýtt 65fm hús með þremur svefnherbergjum við hlið eldra veiðihússins og aðstaðan þar með orðin samtals 135fm fyrir aðeins þrjár stangir. Þegar nýja húsið var tilbúið þá var ekki annað hægt en að taka eldra húsið einnig í gegn og var ráðist í þá vinnu nú í vetur. Aðstaðan er nú öll að verða hin glæsilegasta og geta áhugasamir séð afraksturinn hér.

Read more ...

Sala veiðileyfa fyrir sumarið er komin vel á veg. Þó eru enn nokkrir lausir dagar fyrir komandi sumar. Hægt er að sjá verð og lausa daga hér.

Read more ...

Veiði í Deildará lauk í síðustu viku og var lokatala 265 laxar. Var þetta fyrsta sumarið okkar síðan við tókum við stjórn árinnar og var eftirvæntingin mikil eins og gefur að skilja. Við höfðum vonast eftir að sjá nokkuð hærri lokatölu en í ljósi þess að heilt yfir landið var veiði nokkuð slök ríkir nokkuð ánægja hjá okkur með afrakstur sumarsins. Flestir gestir árinnar gerðu ágæta veiði og héldu á brott með bros á vör.

Read more ...

Veiði hefur farið afar vel af stað hjá okkur í Deildará í Þistilfirði. Þann 13. júlí voru komnir 53 laxar á land þrátt fyrir takmarkaða ástundun. Laxinn var mættur snemma og þegar veiði hófst þann 20. júní var lax greinilega þegar búinn að dreifa sér um ánna og lax kominn í flesta hyli.

Read more ...
Page 1 of 2