13Með veiðileyfum í Deildará fylgja tvær stangir án aukakostnaðar í Ytra Deildarvatn. 

Deildarvatn eða nánar tiltekið Ytra Deildarvatn, er allstórt, talið vera um það bil einn ferkílómetri.  Í það falla tvær ár, Fremri Deildará, úr Fremra Deildarvatni og Ölduá sem er dragá ofan af Melrakkasléttu.

Í Ytra Deildarvatni er góð silungsveiði, bleikja og urriði. Lax gengur þar um til fremri Deildarár og er þess vegna ekki stunduð þar netaveiði.  

Úr Ytra Deildarvatni rennur svo Deildaráin - gjöful laxveiðiá- sem fellur til sjávar skammt sunnan Raufarhafnar. 

Í vatninu eru er bæði bleikja og urriði af allgóðri stærð.